Thursday, December 18, 2008

komin bara með nýtt

Ákvað að byrja nýtt blogg - af hluta til vegna þess að ég varð svo reið vegna einhverrar frétttar á mbl.is og að hluta til vegna þess að ég er eiginlega bara flutt heim - og gengur þá ekki að blogga bara um bítlaborgina... ekki þegar svona mikið er að gerast í heimabænum - reykjavíkídíkídík.

sem sagt - stay tuned á

www. .. eða http: // alla vega jú það er sem sagt: http://solasol.blog.is

takka fyrir allt liðið í liv.

Thursday, December 13, 2007

Ein að missa sig í fyndni...

er að verða vitlaus. Ég nenni aldrei að opna svona skemmtipósta og forward frá fólki þar sem ég á að svara einhverju um eitthvað. Svo sendi systa mér álfadansinn og ég dó.

Sat til tvo í nótt að föndra álfa og mér finnst þetta endalaust fyndið.

Jólajólastuð!!
Þetta eru sem sagt pörupiltarnir í jólastuði!!

http://www.elfyourself.com/?id=1344302383


Ps. Fór á Láp og Skráp og jólaskapið í Skemmtihúsinu, jólaleikrit sem sýnt er kl. 18.00 fyrir börn og fullorðna og það er svo skemmtilegt. Mæli með því að fólk fari og taki krílin eða bara skemmtilegt að fara sjálf. Miðasala í skemmtihúsinu frá 17 alla daga. Bara láta vita því þetta var svo gaman.

Fór með Guðmund Inga og Einar Arnar, sem var nýkominn af leikskólanum svo ég varð að skipta á honum...og frænkan ekki með bleyju þannig við skelltum einu dömubindi á barnið, hann alsæll lofaði að láta vita og svona.. soldið erfitt samt þegar maður er bara 2ja ára og talar ekki mikið af sér, hann kann sko ekkert mikið að tala en skilur allt.. svo við skelltum okkur í leikhúsið í götunni, nema hvað þá var bara jólaball í fullum gangi niðri, eitthvert fyrirtæki búið að kaupa sýninguna en það er náttúrulega ekki hægt að fara ekki í leikhúsið þegar búið er að lofa krílunum og maður kominn á staðinn og fullt af börnum í fínum jólafötum og jólatré og jólasveinn og kona í rauðum kjól að syngja jólalög og allir að fara að sjá leikritið uppi. Guðmundur Ingi er svo auðveldlega ástfanginn að hann var dolfallin yfir söngkonunni og spurði.. Hvað heitir hún!!.

Nei ekki hægt að fara þá bara heim, þannig við bara gerðumst boðflennur í jólapartýi hjá einhverju fyrirtæki, fengum nammi og horfðum á leikritið í stígvélum með leikskólaskítinn og dömubindi innan um öll fallegu jólabörnin. Maður á náttúrulega ekki að segja frá þessu... Það var meira segja ekkert pisssað í sig fyrr en leikritið var búið, og þá vorum við hvort eð er að fara heim í bað!! Hann er að verða alvanur leikhúsáhorfandi hann litli 2ja ára.
En það var rosalega gaman og svo borguðum við bara eftir á, krílin alsæl, og ég líka. Lápur og Skrápur komu okkur svo sannarlega í jólaskap, vona að pörupiltar komi ykkur í jólaskap!!!





ok jólarokkk!!!

Thursday, December 6, 2007

I´m back!!!




Skvísuferðin til Glasgow var alveg rosalega skemmtileg... nú skil ég hvað er átt við með húsmæðraorlofi, það er nú bara nauðsynlegt fyrir ungar konur, já konur bara á öllum aldri að fara í svona stelpuferð. Og borða góðan mat, versla smá, gráta smá og hlæja mikið. Það er nú bara þannig. Takk fyrir mig kæru vinkonur!

Eitt sem ég mæli með er að fara á mother india Cafe að borða. Besti indverski matur í heimi. já það er nú bara þannig líka. Þá t.d. var ég næstum því farin að gráta, af því maturinn var svo góður. eins og kæró segir við mig.. you´d go with anyone that feeds you.. en hann fattar ekki að það á líka við um skoska hreiminn, ég sver það!!! Ég var næstum því flutt inn með strætóbílstjóranum sem keyrði okkur Ágústu frá flugvellinum og að íbúðinni okkar. Jeminn, contról jorself vúman!! Fimmtugur sköllótur með ístru og geeeðððveikan glasgow hreim.. hehehgaman að þessu.

Er semsagt í Liverpool núna og er að læra fyrir munnlegt próf í Alþjóðasamskiptakúrsinum mínum.. Veit ekki ... mér finnst alltaf eitthvað smá dónó við að segja munnlegt próf... sammála? eða er þetta bara ég?

Já ok þetta er bara ég.
Annars sef ég líka svolítið mikið út núna þessa dagana og lakkaði á mér neglurnar með rauðu lakki. Frekar fínt bara við nýja dökka hárið mitt. Mér líður miklu meira eins og konu svona dökkhærðari heldur en stelpu. Kannski líka aldurinn..

jæja allir bara hressir?
Ég er bara hress, búin að læra fullt en á fullt eftir. Svo þetta er nóg í bili, smelli kannski einni mynd í viðbót með.


oh gekk ekki.. reyni seinna.
over and out..
x sóla sól í liverliv.

Monday, September 10, 2007

Svartur fugl eftir David Harrower

jæja nú verð ég bara í þessu næstu vikurnar. Kíkið á nýja linkinn eða http://kvenfelagid.blogspot.com/ og fylgist með.

rosa gaman að vinna
rosa gaman í skólanum... skil samt ekki neitt eiginlega en hei hei. kemur.
drífa mig heim að kyssa kæró.. við megum nefnilega ekki kyssast á milli 10 og 18 því þá erum við að vinna. það þarf þá að nota tímann inn á milli... ekki satt???

enn og aftur
http://kvenfelagid.blogspot.com/

Friday, August 24, 2007

komin ut aftur



já komin út til Liverpool. Og það er gott. Er eitthvað megaþreytt eftir flugið. Svaf til 13.00 í dag og langar bara aftur upp í rúm. Rölti um og kíkti í búðir en langar ekki í neitt.. lúxusvandamál það.

Fór sem sagt út aftur til að lesa inn á IKEA auglýsingu sem á að sýna í sjónvarpi og Bíó her í the UK. massafínt. Búin að vera ótrúleg vika, ég held ég sé búin að vinna mér inn milljón á einni viku! án gríns, ef þetta gengur eftir með auglýsinguna... já svona er þetta, annaðhvort í ökkla eða eyra. Það bætir upp meðallaunin á 750 já tímann í delíinu. heheh. Fór með Einar Arnar í bæinn á gaypride og tók þessa mynd af honum. sætur eða hvað? Litli dúllin.. hann er farinn að segja Pabbi!! föðurnum til mikillar gleði. þá kann hann sem sagt tvö orð... pabbi og mamma! Duglegur. Var svo að byrja á leikskóla og verður altalandi í næsta mánuði spái ég. ...heheh heyra í mér stoltu frænkunni.

jæja spennt að sjá hvort einhver skilur eftir komment til að ég viti hvort einhver les eða ekki. Ekki búin að blogga rosa lengi!!!

já og er sem sagt að fara heim aftur í næstu viku að æfa Blackbird í hafnarfirðinum!! Allir í leikhús í haust!! over and out.

ps. ekki fallegur himinn?

Monday, July 9, 2007

gurkan og lakkið




hæ hó, skellti inn tveimur skemmtilegum myndum. Ein frá Wales þar sem við tjöldum hjónakornin og önnur úr Hafnarfjarðarleikhúsinu og leikhúsdraugabarnið sem var með mér í för hlóp fyrir framan vélina og út kom þessi skemmtilega mynd. soldið töff. Búin að vera á fullu um helgina... nei ekki á fullu, bara að mála smá og svo fór nú sunnudagurinn í sólbað. já já ekkert að ofkeyra sér, en var sem sagt á nýja óðalssetrinu á stokkseyrinni.

Sit hér og skil ekkert í mér að vera að blogga núna á mánudagsmorgni.. sit bara í stiganum klædd og er á leið í sund. Ég var samt að lakka á mér neglurnar nefnilega í gærkvöldi og það er rosa gaman að pikka á tölvuna með svona fínar rauðar neglur. Lítið er ungs manns gaman segi ég nú bara. Vona að lakkið skemmist ekki í sundinu.
over and out.

já já soldil gúrkutíð í gangi hérna. Eg er bara að bíða eftir fréttunum...
sol

Thursday, June 28, 2007

soldið slow...

Já há mín bara ekkert búin að blogga. Mér fannst eitthvað svo pointless að blaðra þegar ég var heima. Var samt voða kósí. og er svo á leiðinni heim aftur á morgun. Er búin að vera í prufu hérna og fékk recall en hef ekkert heyrt eftir það. Soldið svekkt því þetta er alveg frábært kompaní en ég fór tvisvar til London og það var fínt.

Skosk stelpa byrjuð að vinna í delíinu. Rosa fín og ég væri alveg til í að við værum vinkonur... ég er náttúrulega svo svag fyrir skoska hreimnum. .. held stundum að það sé eitthvað að mér.

Annars hlakka ég bara til að koma heim.
já náttúrulega bara búið að rigna hérna í heilan mánuð. Þrumur og eldingar. og haglél í gærkvöldi. takk fyrir kærlega min ven. grínlaust.
verð hressari næst. eins og hemmi!

xsol